Verk Vest auglýsir eftir kjaramála- og þjónustufulltrúa
Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir kjaramála- og þjónustufulltrúa með áherslu á vinnustaðaeftirlit hjá starfstöð félagsins á Ísafirði. Um 100% starf er að ræða en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Ábyrgðasvið:
- Aðstoð í vinnuréttindamálum
- Almenn þjónusta við félagsmenn
- Umsjón með vinnustaaðaeftirliti
- Umsjón netmiðlum félagsins
- Skýrslugerð tengt kjaramálum
- Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum
- Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
- Áhugi á félagsstörfum og rík réttlætiskennd
- Góðir samskiptahæfileikar og framúrskarandi þjónustulund
- Hagnýt menntun sem nýtist í starfi
- Hafa góða tölvukunnáttu og færni í upplýsinga og tæknimálum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumál kostur
- Reynsla af uppgjörsvinnu og skýrslugerð
- Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur
Nánari upplýsingar um starfið gefur Finnbogi Sveinbjörnsson í síma 456 5190 eða í tölvupósti á netfangið finnbogi@verkvest.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.