Translate to

Fréttir

Verk Vest og Fræðslumiðstöðin gera samstarfssamning

Smári Haraldsson og Finnbogi Sveinbjörnsson með Kristínu S. Einarsdóttir að lokinni undirritun samningsins Smári Haraldsson og Finnbogi Sveinbjörnsson með Kristínu S. Einarsdóttir að lokinni undirritun samningsins

Verkalýðsfélagi Vestfirðinga hefur borist öflugur liðsauki sem er hún Kristín Sigurrós Einarsdóttir, en á dögunum undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samstarfssamning um samrekstur starfsstöðvar Fræðslumiðstöðvar og Verk Vest á Hólmavík. Með þessu er félagið að  styrkja tengslanet sitt á Ströndum og í Reykhólasveit. Félagið hefur hefur töluverðar væntingar af samstarfinu við Fræðslumiðstöðina, en megin tilgangur þess er að tengja félagið betur við félagsmenn á þessu svæði og ná betri tökum á fræslumálum innan félagsins.

Kristín verður í 30% starfi hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á móti störfum hennar hjá Fræðslumiðstöðinni og verður hún með aðsetur  í Þróunarsetrinu á Hólmavík.  Ætlunin er að Kristín taki fræðslumál félagsins föstum tökum, sérstaklega verður horft til kjarasamningsbundinnar fræðslu ásamt trúnaðarmannafræðslu félagsins. Ekki er annað að heyra á félagsmönnum okkar á Ströndum og Reykhólasveit en að þessi viðbót við þjónustu  sé tekið fagnandi, enda Kristín vel kynnt á svæðinu. 

Deila