Formaður Verk Vest ásamt formanni bæjarráðs handsala samninginn. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Á dögunum undirrituðu fulltrúar Verk Vest og Ísafjarðarbæjar samkomulag um afslátt fasteignagjalda á Alþýðuhúsinu til næstu 10 ára. Með samkomulaginu má segja að fyrsta og mikilvægasta skrefið í endurnýjun tækja til kvikmyndasýnginga hafi verið stigið. Það var fyrst og fremst vegna velvilja bæjaryfirvalda sem stjórn félagsins ákvað að leggja í þá fjárfestingu sem endurnýjun tækjanna er. Félagið lýtur á þetta sem menningartengt samfélagsverkefni og hefur því leitað eftir styrkjum frá Menningarsjóði Vestfjarða og Landsbanka íslands. Samningaviðræður eru nú hafnar við Laugarásbíó um kaup á tækjum, en er þar um að ræða tveggja ára gömul tæki sem passa við hljókerfi hússins sem var endurnýjað 2005. Nokkur bið verður þó að að bíósýningar geta hafist þar sem afhendingartími nýrra tækja til Laugarásbíós er um 3 mánuðir. Því má gera ráð fyrir að sýningar með nýjum tækjum geti hafist í lok ágúst eða byrjun september.