Translate to

Fréttir

Verk Vest opnar þjónustuskrifstofu á Patreksfirði

Hrönn Árnadóttir nýr þjónustufulltrúi Verk Vest á Patreksfirði Hrönn Árnadóttir nýr þjónustufulltrúi Verk Vest á Patreksfirði
Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarnar vikur að undirbúa opnun þjónustuskrifstofu á Patreksfirði og sér nú fyrir endann á því verkefni. En frá því fyrir stofnun Verk Vest hefur ekki verið opin þjónustuskrifstofa fyrir félagsmenn Verk Vest á sunnanverðum Vestfjörðum. Allt frá árinu 2009 hefur verið leitað að starfsmanni samstarfi við stoðkerfið á svæðinu til að sinna þjónustu við félagsmenn Verk Vest. Sú leit er loks á enda og hefur Hrönn Árnadóttir verði ráðin í 50% starf. Hrönn er ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að störfum fyrir verkalýðshreyfinguna, en hún starfaði í fjölda ára hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Patreksfjarðar, eða til ársins 1998. Hrönn hefur unnið við bókhaldsstörf undanfarin ár og er sú reynsla og þekking mikill fengur fyrir starfsemi félagsins. Það má því segja að Hrönn sé komin heim aftur og býður Verk Vest hana Velkomna til starfa og vonast áfram eftir góðu samstarfi við félagmenn og vinnuveitendur á suðursvæði Vestfjarða. Þjónustuskrifstofan verður til húsa við Aðalstræti 5 á Patreksfirði, netfang skrifstofunnar er patro@verkvest.is, opnunartími er alla virka daga frá kl.12.00 - 16.00. Þess má geta að ætlunin er að miðar í Hvalfjarðargöng verði einnig seldir hjá skrifstofunni. En fram að þessu hefur Landsbankinn séð um söluna fyrir Verk Vest. Ásamt því að þjónusta félagsmenn þá mun Hrönn einnig sinna bókhaldsmálum fyrir skrifstofu stéttarfélaganna á Ísafirði.
Deila