Translate to

Fréttir

Verkalýðsfélag Vestfirðinga endurnýjar í Svignaskarði

Samskonar hús verður byggt í stað gamla hússins nr. 30 Samskonar hús verður byggt í stað gamla hússins nr. 30
Vel ætti að fara um félagsmenn á nýja pallinum Vel ætti að fara um félagsmenn á nýja pallinum

Gengið hefur verið frá verksamningi við Eirík Jón Ingólfsson í Borgarbyggð um byggingu á nýju sumarhúsi í staðinn fyrir gamla húsið nr.30 í Svignaskarði, sem má kannski segja að hafi verið orðið barn síns tíma. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir næsta sumar þannig að húsið komist í útleigu fyrir háanna tímann. Nýja húsið verður rúmir 76 fermetrar að stærð og kringum húsið verður rúmgóður sólpallur með heitum potti. Þá verðu lagður nýr vegur ásamt sameiginlegu bílastæði með húsi nr.29.

 

Þess má geta að hjá félögum í Verk - Vest hefur verið mjög vinsælt að dvelja í Svignaskarði og hafa bæði húsin verið vel nýtt allann ársins hring, en helgarleiga yfir vetrartímann er að verða æ vinsælli valkostur hjá okkar fólki. Gamla húsið hefur þegar verið selt til flutnings og fær nýtt hlutverk í Þorskafirði. Til fjármögnunar á verkinu hefur Verk - Vest selt sumarhúsið í landi Núpa í Aðaldal ásamt sölu fasteignar félagsins á Flateyri.


Til að gefa hugmynd um hvernig nýja húsið kemur til með að líta út eru með fréttinni nokkrar myndir af samskonar húsi sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hefur nýlega reist í Svignaskarði.

Deila