Translate to

Fréttir

Verkalýðsforingi kvaddur

Pétur Sigurðsson segir sögu úr baráttunni Pétur Sigurðsson segir sögu úr baráttunni
Guðjón K. Harðarson, Ólafur Baldursson, Pétur Sigurðsson og Finnur Magnússon Guðjón K. Harðarson, Ólafur Baldursson, Pétur Sigurðsson og Finnur Magnússon
Pétur með umrædda skó - Hjördís Hjartardóttir  og Helgi Ólafsson  spá í gripina Pétur með umrædda skó - Hjördís Hjartardóttir og Helgi Ólafsson spá í gripina
Eiríkur Ragnarsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir Eiríkur Ragnarsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ásamt samstarfsfólki kvaddi Pétur Sigurðsson í samsæti honum til heiðurs á Hótel Ísafirði. Sagðar voru sögur af kappanum bæði gamlar og nýjar, þá var hann leystur út með gjöfum frá félaginu fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf fyrir launþega á Vestfjörðum.

 

Þar sem Pétur er mikill útvistarmaður færði félagið honum forláta gönguskó og var haft á orði að þeir væru með "spólvörn"  sem kæmu honum örugglega á áfangastað. Þá var Pétri fært gjafabréf  frá ferðaskrifstofu, og var gert góðlátlegt grín að það væri gefið svo nýji formaðurinn fengi einhvern frið fyrir kallinum.

 

Það kom fram hjá þeim sem fluttu Pétri kveðjur að hann naut ekki aðeins virðingar og trausts á heimaslóðum, heldur voru skoðanir hans mikils metnar innan launþegahreyfingarinnar. Pétur þótti gjarnan framsýnn og kappssamur og má segja að gamli ungmannafélagsandinn hafi gjarnan ráðið miklu í ákvarðanatöku Péturs.

 

Það er í raun ótrúlegt að Pétur sé að verða  76 ára í næsta mánuði, því ekki er að sjá að kappinn slái af hvorki í orðum eða verki eftir um 40 ára baráttu í þágu launþega í landinu.  

Deila