Translate to

Fréttir

Verklýðshreyfingin krefur ríkisstjórn svara vegna fiskvinnslufólks

Úr vinnslusal Odda hf. Úr vinnslusal Odda hf.

Málefni fiskvinnslufólks voru rædd á fundi samninganefndar SGS í gær. Þung áhersla var lögð á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar sem tryggðu hag fiskvinnslufólks við þær aðstæður sem eru að skapast í greininni. Ljóst er að breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar duga ekki til þegar brugðið er á þau ráð sem fiskvinnslan Vísir hf. viðhafði í tilkynningu lokunar starfsstöðva á Þingeyri og Húsavík. Krafa verkalýðshreyfingarinnar er skýr, að möguleikar til að veita undanþágur í sérstökum tilfellum verði nýttar til fulls, þannig verði fólki tryggðar tekjutengdar atvinnuleysisbætur lungann af lokunartímabilinu. Þess ber þó að geta að bætur eru ekki greiddar á meðan samningsbundið orlof varir.


Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur lofað starfsfólki Vísis á Þingeyri því að halda með því fund um framhaldið og næstu skref, við það verður að sjálfsögðu staðið. Áður en af þeim fundi getur orðið þarf félagið að fá skýr svör við ákveðnum lögfræðilegum túlkunum á framkvæmd lokunar ásamt skýrum svörum frá ríkisstjórninni í haldbærum aðgerðum til fiskvinnslufólks í þessum hremmingum. Ekki er á þessari stundu hægt að tímasetja fundinn í ljósi þessa, en um leið og svör hafa borist við þeim álitamálum sem hér eru á borðinu mun félagið að blása starfsmannafundar.

Deila