Verslunar og skrfistofufólk í Verk Vest getur eingöngu kosið rafrænt
Vegna mistaka í útsendingu kjörgagna frá ASÍ þá mun verslunar og skrifstofufólk í Verk Vest eingöngu geta kosið um nýjan kjarasamning með rafrænni innskráningu með íslykli eða auðkenningu í síma. Þeir sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu geta komið á skrfstofur félagsins á Ísafirði og Patreksfirði og fengið að kjósa.
Rafræn kosning verður virk eftir kl.10.00 á morgun fimmtudag 18. febrúar.
Kjörstjórn ASÍ hefur beðist velvirðingar á þessu leiðu mistökum og þeim óþægindum sem af þeim kunna að hljótast.