Translate to

Fréttir

Vertu á verði

Verðlagseftirlit ASÍ hefur opnað fésbókasíðuna Vertu á verði þar sem neytendur geta komið á framfæri upplýsingum um verðbreytingar.

Þessi hópur er ætlaður sem vettvangur fyrir ábendingar um verðhækkanir hjá fyrirtækjum en einnig fyrir almenna umræðu um allt sem tengist verðlagi og neytendamálum í víðara samhengi. Markmið hópsins er virkja samtakamátt neytenda og auka aðhald með fyrirtækjum.

Efni í hópnum kemur ekki til með að verða ritskoðað en ætlast er til almennrar kurteisi og ábyrgðar í samskiptum og framsetningu á efni í hópnum. Stjórnendur áskilja sér rétt til að fjarlægja athugasemdir og efni sem brjóta í bága við þessi viðmið. Þá áskilja stjórnendur sér einnig rétt til að fjarlægja athugasemdir sem eru út fyrir umræðuefni hópsins.

Beinar auglýsingar á vörum eða þjónustu eru með öllu óheimilar, hvort heldur sem er í einstökum spjallþráðum eða í einkaskilaboðum til meðlima hópsins.

Deila