Translate to

Fréttir

Vertu starfsmaður 21. aldarinnar !

Mímir símenntun býður upp á hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni. Á námskeiðinu, sem er kennt í fjarnámi, er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni.

Félagsmenn Verk Vest í starfsmenntasjóðunum Landmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má nálgast hér.

Deila