Vestfirsk sveitarfélög eiga hrós skilið !
Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur unnið óformlega könnun um laun vinnuskólabarna á hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum. Upplýsingar um taxta eru ýmist fengnar á heimasíðum sveitarfélaganna sem og upplýsingum frá skrifstofum sveitarfélaganna. Þá hafa stéttarfélögin Eining - Iðja á Akureyri og Afl starfsgreinafélag á Austurlandi einnig staðið fyrir sambærilegum könnunum og fengum við leifi hjá félögunum til að birta tölur úr könnunum þeirra.
Við samanburð kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, sérstaklega þegar vestfirsk sveitarfélög eru borin saman við sveitarfélög annars staðar á landinu eins og má sjá í könnuninni. Vestfirsk sveitarfélög koma almennt vel út í þessum samanburðartölum þó eru hér sveitarfélög sem vissulega mega gera betur. Mesta athygli hlýtur að vekja hve lág laun vinnuskólabarna eru hjá svo vel stæðu sveitarfélagi eins og í Reykjavík sem rekur lestina með allt að 60 % mun á launum saman borið við þau sveitarfélög sem greiða hæstu launin.
Þegar tíðindamaður heimasíðunnar var á ferð þá var störfun vinnuskólabarna á Ísafirði þennan daginn lokið, en flokksstjórar á fullu við að ljúka pappírsvinnu í aðstöðu vinnuskólans og undirbúa næsta dag .
Til að finna út hlutfall af launum þá var miðað við kjarasamning sveitafélaga og SGS launaflokkur 115 - 1 þrep, en þar eru grunnlaun kr. 126.857 ,- og hlutfall dagvinnu er 0.615% eða kr. 780.17 pr/klst.
Vestfirðir
Ísafjörður.
1992 -16 ára 702,16 kr = 90,0%
1993- 15 ára 585,13 kr = 75,0%
1994- 14 ára 507,11 kr = 65,0%
meðalt. 75,0 %
Takmarkað við 6 klst. á dag.
Súðavík.
1992 -16 ára 702,16 kr = 90,0%
1993- 15 ára 585,13 kr = 75,0%
1994- 14 ára 507,11 kr = 65,0%
meðalt. 75,0 %
Vesturbyggð
1992 -16 ára 735,-kr = 94,2%
1993- 15 ára 537,-kr = 68,8%
1994- 14 ára 422,-kr = 54,0%
meðalt. 72,3%
Tálknafjörður
1992 -16 ára 735,-kr = 94,2%
1993- 15 ára 537,-kr = 68,8%
1994- 14 ára 422,-kr = 54,0%
meðalt. 72,3%
Bolungavík
1992 -16 ára 585,-kr = 75,0%
1993- 15 ára 507,-kr = 65,0%
1994- 14 ára 430,-kr = 55,1%
meðalt. 65,0%
Strandabyggð
1992 -16 ára 493,-kr = 63,2%
1993- 15 ára 415,-kr = 53,2%
1994- 14 ára 386,-kr = 49,5%
meðalt. 55,3%
Reykhólar
1992 -16 ára 503,-kr = 64,5%
1993- 15 ára 383,-kr = 49,1%
1994- 14 ára 341,-kr = 43,7%
meðalt. 52,4%
Þeir sem vinna með sláttuorf eru á 16 ára taxta.
Austurland
Fjarðabyggð
1992 -16 ára 705,72 kr = 90,5%
1993- 15 ára 557,15 kr = 71,4%
1994- 14 ára 482,86 kr = 61,9%
meðalt. 74,6%
Seyðisfjörður
1992 -16 ára 632,-kr = 81,0%
1993- 15 ára 527,-kr = 67,5%
1994- 14 ára 457,-kr = 58,6%
meðalt. 69,0%
Höfn
1992 -16 ára 638,60 kr = 81,8%
1993- 15 ára 504,16 kr = 64,6%
1994- 14 ára 436,94 kr = 56,0%
meðalt. 67,5%
Eyjafjarðarsvæðið
Dalvík
1992 -16 ára 623,31 kr = 79,9%
1993- 15 ára 456,51 kr = 58,5%
1994- 14 ára 389,79 kr = 50,0%
meðalt. 62,8%
Akureyri
1992 -16 ára 489,-kr = 62,7%
1993- 15 ára 410,-kr = 52,5%
1994- 14 ára 359,-kr = 46,0%
meðalt. 53,7%
Fjallabyggð
1992 -16 ára 529-kr = 67,8%
1993- 15 ára 381,-kr = 48,8%
1994- 14 ára 327,-kr = 41,9%
meðalt. 52,8%
Reykjavík
1992 -16 ára 486,-kr = 62,3%
1993- 15 ára 366,-kr = 46,9%
1994- 14 ára 325,-kr = 41,6%
meðalt. 50,3%
Munur á hæsta og lægsta taxta 16 ára
kr. 216,16 eða 44,5%
Munur á hæsta og lægsta taxta 15 ára
kr. 219,13 eða 59,9%
Munur á hæsta og lægsta taxta 14 ára
kr. 182,11 eða 56,0%