Translate to

Fréttir

Vextir sjóðfélagalána hjá lífeyrissjóðnum Gildi lækka

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti á lánum til sjóðfélaga frá og með 5. janúar 2018.

Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,25% í 3,05% og verðtryggðra viðbótarlána lækka úr 4,00% í 3,80%.

Fastir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,60% í 3,55% og verðtryggðra viðbótarlána úr 4,35% í 4,30%.

Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána lækka úr 5,70% í 5,55% og óverðtryggðra viðbótarlána úr 6,45% í 6,30%.

Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði.

 

Grunnlán allt að

65% lánshlutfall

Viðbótarlán

65 - 75% lánshlutfall

Verðtryggt -

breytilegir vextir

3,05% 3,80%

Verðtryggt -

Fastir vextir

3,55% 4,30%

Óverðtryggt - 

breytilegir vextir

5,55% 6,30%
Deila