Viðgerðir og viðhald húsa - námskeið fyrir smiði
Þann 30. janúar n.k. hefst í Baldurshúsinu Pólgötu 2 námskeið sem Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Iðan fræðslusetur standa fyrir. Það er ætlað smiðum og viðfangsefnið er viðgerðir og viðhald húsa.
Á námskeiðinu verður fjallað um viðhaldsmarkaðinn eins og hann er í dag. Farið yfir málmtæringar og tæringavarnir. Kynntar mismunandi gerðir útveggja og þaka. Fjallað verður um verndun timburs og steins og farið yfir viðhald og endurnýjun timbur- og steinveggja, gluggaviðgerðir og endurbætur eldri glugga.
Kennarar verða Jón Sigurjónsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Kennt verður föstudaginn 30. janúar kl. 13.00 - 20.00 og laugardaginn 31. janúar kl. 9.00 - 16.00, samtals 20 kennslustundir.
Varla þarf að taka það fram, að iðnaðarmenn eru taldir þurfa öðrum stéttum fremur á símenntun að halda. Þar kemur til ör tækniþróun og nýjungar í gerð efna sem þeir nota við störf sín. Félagið skorar því á byggingamenn að nota nú tækifærið og fjölmenna á námskeiðið.
Stefnan í kreppunni er skýr: Minni vinna þýðir fleiri frístundir. Nýtum þær til að mennta okkur og aukum þannig möguleika okkar þegar birtir til og vinnan eykst aftur.
Nánari upplýsingar eru í þessari auglýsingu og í síma 4565190.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga í síma 4565190 eða á postur@verkvest.is fyrir 28. janúar nk.