Translate to

Fréttir

Viðræðunefnd SGS fær heimild til að slíta viðræðum við SA

Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.

Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagnleg og nýtist vonandi framhaldinu.

Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum.

Reykjavík 15. mars 2019.

Nánari upplýsingar: Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, í síma 894-0729.

Deila