Víðtæk samstaða innan ASÍ um samkomulag við SA
Eins og áður hefur komið fram hérna á vefnum þá fjallaði samninganefnd Verkalýðsfélags Vestfirðinga um samkomulagið sem og Stöðugleikasáttmálann á fundi þann 25. júní síðast liðinn.
Niðurstaða samninganefndar Verkalýðsfélags Vestfirðinga
"Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs sem var haldinn þann 25. júní sl. var lög fram tillaga þess efnis að það yrði á ábyrgð samninganefndar félagsins að taka ákvörðun um samkomulag um breytingar á kjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA sem var undirritað af samninganefnd ASÍ 25. Júni 2009. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundarmenn töldu að af mörgum slæmum kostum þá hefði versti kosturinn verið að standa uppi samningslaus á þessum tímapunkti. Þá var lögð áhersla á að með samkomulaginu væri verið að verja stöðu þeirra tekjulægri. Í ljósi þessa var það samróma ákvörðun samningarnefndar félagsins að samþykkja áðurnefnt samkomulag sem tilkynnist hér með. Þá var einnig bókaður stuðningur við störf samninganefndar ASÍ í aðdraganda samkomulagsins."
Niðurstaðan nefndarinnar var síðan send til þeirra landssambanda sem félagið er aðili að og eiga aðild að samkomulaginu.
Sjá einnig frétt á heimasíðu ASÍ