Translate to

Fréttir

Vika símenntunar 22. - 28. september

Símenntun styrkir stöðu hvers og eins Símenntun styrkir stöðu hvers og eins
Starfsfólk Þórsbergs á Tálknafirði var heimsótt í viku símenntunar í fyrra.
Ljósmynd: Adam Topolski Starfsfólk Þórsbergs á Tálknafirði var heimsótt í viku símenntunar í fyrra. Ljósmynd: Adam Topolski
Vika símenntunar 2007: Mariola Kowalczyk kennir framsögn og tjáningu á Patreksfirði.
Ljósmynd: Adam Topolski Vika símenntunar 2007: Mariola Kowalczyk kennir framsögn og tjáningu á Patreksfirði. Ljósmynd: Adam Topolski
 

Vika símenntunar verður í níunda sinn 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. med því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá

kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Vonast er eftir góðum viðbrögðum frá fyrirtækjum og stofnunum hér á Vestfjörðum því æ fleiri stjórnendur átta sig á því að símenntun styrkir ekki aðeins þá einstaklinga sem nýta sér hana, heldur líka fyrirtækin sem þeir starfa hjá; því klárari sem starfsmennirnir eru, þeim mun sterkari er staða fyrirtækisins.


Menntamálaráduneytið stendur fyrir viku símenntunar en framkvæmd verkefnisins er í nánu samstarfi við símenntunarstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími-símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Vika símenntunar er stórt og árvisst verkefni þar sem fjölmargir hagsmunaaðilar eru kallaðir til samstarfs um að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og hvetja fólk til að leita sér þekkingar.

Á Vestfjörðum hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða forgöngu um skipulag vikunnar, í samstarfi við stéttarfélögin, þ.á.m. Verk-Vest, og fleiri aðila sem að fræðslumálum koma.

Dagskrá viku símenntunar verður birt hér á vefnum þegar hún liggur fyrir.

Deila