Translate to

Fréttir

Viltu vera formaður iðnaðar- og tækjadeildar Verk Vest?

Verk Vest óskar eftir áhugasömum félagsmanni í framboð til formanns iðnaðar- og tækjadeildar.

Hlutverk deildarinnar er að fara með sérmál sinnar deildar og gæta sérhagsmuna deildarinnar. Formaður deildarinnar situr í stjórn félagsins sem fulltrúi sinnar deildar og tekur þannig þátt í stefnumótandi ákvörðunum félagsins. Einnig situr formaður deildarinnar í trúnaðarráði og samninganefnd félalgsins.

Formaður deildarinnar þarf að vera iðnaðarmaður með réttindi, félagsmaður Verk Vest og starfa við iðnað eða vera bifreiða- eða tækjastjórnandi.

Áhugasamir snúi sér til varaformanns félagsins í síma 456 5190 eða með tölvupósti á bergvin@verkvest.is

Deila