Vinna um jól og áramót
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
aðfangadagur eftir kl. 12,
jóladagur,
gamlársdagur eftir kl. 12,
nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Hjá afgreiðslufólki verslana er eftirvinnukaup 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu ef dagvinnuskyldu (171,15 klst. pr. mán.) hefur ekki verið náð. Í vaktavinnu skal greiða 55% vaktaálag á sérstökum frídögum en 90% vaktaálag á stórhátíðardögum samkvæmt samningi við ríki og sveitarfélög.