Vinna um jól og áramót
Þegar mikið er að gera, sérstaklega hjá starfsfólki í verslun og þjónustu, er góð vinnuregla að
skrá niður vinnutíma sinn. Í mörgum tilvikum er um talsverða aukavinnu
að ræða og mikilvægt að halda vel utan um tímaskráningu svo komast megi
hjá misskilningi og mistökum við útreikning launa.
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
aðfangadagur eftir kl. 12,
jóladagur,
gamlársdagur eftir kl. 12,
nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Hjá afgreiðslufólki verslana er eftirvinnukaup 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu ef dagvinnuskyldu (171,15 klst. pr. mán.) hefur ekki verið náð. Í vaktavinnu skal greiða 55% vaktaálag á sérstökum frídögum en 90% vaktaálag á stórhátíðardögum samkvæmt samningi við ríki og sveitarfélög.
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
aðfangadagur eftir kl. 12,
jóladagur,
gamlársdagur eftir kl. 12,
nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Hjá afgreiðslufólki verslana er eftirvinnukaup 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu ef dagvinnuskyldu (171,15 klst. pr. mán.) hefur ekki verið náð. Í vaktavinnu skal greiða 55% vaktaálag á sérstökum frídögum en 90% vaktaálag á stórhátíðardögum samkvæmt samningi við ríki og sveitarfélög.