Translate to

Fréttir

Vinnslustöðvun Vísis á Þingeyri frestað

Fikvinnsla Vísis á Þingeyri - ljósmynd BB.is Fikvinnsla Vísis á Þingeyri - ljósmynd BB.is

 

 

Formaður Verk Vest hefur fengið staðfest að boðuð vinnslustöðvun í fiskvinnslu Vísis á Þingeyri hefjist ekki fyrr en að loknum sumarleifum starfsfólks. Þetta kemur fram í svari Péturs H. Pálssonar framkvæmdarstjóra Vísis hf. til félagsins. Þetta er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni fyrir starfsfólk vinnslunnar sem og íbúa á Þingeyri að fá þessar jákvæðu fréttir. En vonast er til að hægt verði að hefja aftur vinnslu hjá Vísi að loknum hefðbundnum sumarleifum starfsfólks. Þó verður að sjá til hvernig mál þróast á næstu vikum varðandi hráefnisöflun hjá fyrirtækinu áður en framhaldið verður ákveðið.  Sjá frekar á fréttavef Bæjarins Besta á Ísafirði.
Deila