Translate to

Fréttir

Vinnum öll gegn svartri atvinnustarfsemi !

Frá málþingi á vegum SGS sem haldið var á Ísafirði síðast liðið haust um málefni ferðaþjónustunnar Frá málþingi á vegum SGS sem haldið var á Ísafirði síðast liðið haust um málefni ferðaþjónustunnar

,,Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands telur óhæfu að nokkurt fyrirtæki stundi óskráða atvinnustarfsemi og hliðri sér þannig hjá greiðslu á lög- og kjarasamningsbundnum launatengdum gjöldum. Launagreiðslur slíkra fyrirtækja eru oftar en ekki undir lágmarkstöxtum kjarasamninga og því brot á grundvallarréttindum launafólks. Algengt er að ákvæðum um aðbúnað og hollustuhætti sé ekki framfylgt né reglum um hvíldar- og vinnutíma." segir í samþykkt framkvæmdastjórnar SGS frá 7.september síðast liðnum.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga ásamt öðrum aðildarfélögum innan ASÍ hefur áður hvatt til þess að tekið væri á svartri atvinnustarfsemi með öllum mögulegum ráðum. Þar yrði komið á samstarfi eftirlitsaðla við almenning í landinu þannig að með samhentu átaki væri hægt að koma þessum málum í betra horf. Einn þáttur í þessu átaki er málþing á vegum Starfsgreinasambands Íslands sem verður haldið að hótel Reynihlíð dagana 23 og 24 september næst komandi. En þar verður fjallað sérstaklega um óskráða vinnu í ferðaþjónustu og hvernig taka beri á vandanum. Samtöka Ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda, Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnunar auk fulltrúa verklýðshreyfingarinnar taka þátt í fundinum.

Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika nemi nálægt 40 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn um landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 3 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í 2 ár. Þetta er að sjálfsöguðu með öllu óásættanlegt, viljum við ekki öll hafa góðar samgöngur innan fjórðungsins ?  Það viljum við Vestfirðingar örugglega. Þessi upphæð dygði fyrir öllum nauðsynlegum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum næstu ár. Með því að taka þátt í svartri atvinnustarfsemi hægir á möguleikum okkar á slíkum vegabótum.

Deila