Translate to

Fréttir

Vinnuskólinn í heimsókn

Hópur hressra ungmenna úr vinnuskóla Ísafjarðar í fundarsal Verk Vest Hópur hressra ungmenna úr vinnuskóla Ísafjarðar í fundarsal Verk Vest
Málingarvinna við skrifstofu Verk Vest Málingarvinna við skrifstofu Verk Vest
Vangaveltur um svokallað Vangaveltur um svokallað "jafnaðarkaup" sem ekki er til samkv. kjarasamningum
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er nú kominn á fullt og má sjá ungmenni um allan bæ við hin ýmsu störf. Mest ber á vinnu við snyrtingu umhverfisins svo sem hreinsun opinna svæði ásamt garðslætti að ógleymdum Morranum. En vinnuskólinn er ekki bara vinna, hann áað vera sambland af vinnu, leik og námi. Það hefur tekist mjög vel hjá Ísafjarðarbæ að tvinna þessu saman og eiga bæjaryfirvöld hrós skilið fyrir hve vel er staðið að þessum málaflokki sem vinnuskólinn er.

Einn liður í náminu er fræðsla um vinnumarkaðinn og hefur Verkalýðsfélag Vestfirðinga haft veg og vanda af þeirri kynningu. Í dag komu fyrstu hóparnir á kynnigu hjá félaginu og var ekki annað að heyra og sjá en krakkarnir væru áhugasöm um það sem helst brennur á þeim varðandi kaup og kjör. Fóru þau út í góða veðrið margs vísari um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Verk Vest þakkar þessum frábæru krökkum fyri komuna, og er óhætt að segja að framtíðin sé björt þegar þetta unga fólk tekur enn meiri þátt í samfélaginu okkar. 
Deila