Translate to

Fréttir

Vísir hf og Oddi hf greiða auka desemberuppót

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri
Oddi hf á Patreksfirði Oddi hf á Patreksfirði
Fiskvinnsæufyrirtækin Vísir á Þingeyri og Oddi á Patreksfirði hafa ákveðið að greiða starfsfólki sínu auka desemberuppbót. Hjá Vísi munu fyrirtækið greiða tvöfalda desemberuppbót til starfsmanna í hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall. Hjá Odda á Patreksfirði hefur enn ekki verið ákveðið hver upphæðin verður, en það mun koma í ljós fljótlega. Félagið hefur ekki fregnað að fleiri fiskvinnslufyrirtæki muni ætla færa starfsfólki sínu viðlíka jólagjöf þetta árið fyrir vel unnin störf. En beinir þeim orðum til forsvarsmanna þeirra að gera vel við sitt fólk á þessum erfiðu tímum. Jafnframt sendir Verkalýðsfélag Vestfirðinga fiskvinnslufyrirtækjunum Vísi á Þingeyri og Odda á Patreksfirði árnaðaróskir með framtakið.
Deila