Translate to

Fréttir

Vörukarfa ASÍ: 5-7% hækkun frá miðjum júní

 

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 5%-7% í flestum matvöruverslunum frá því um miðjan júní. Minnst er hækkunin á verði körfunnar tæp 1% í Krónunni og tæp 2% í Hagkaupum á tímabilinu. Frá því verðlagseftirlit ASÍ birti síðast verð á vörukörfu  sinni um miðjan júní (vika 25) og þar til í liðinni viku (vika 37) hefur verð körfunnar hækkað mest í Kaskó um 7,3% og í Samkaupum-Úrval um 6,9%.

Frá því um miðjan apríl (vika 15), þegar verð körfunnar var fyrst mælt, hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 7%-16% í flestum matvöruverslunarkeðjum. Mest er hækkunin tæp 17% í Kaskó og rúm 13% í Bónus en minnst hefur verð körfunnar hækkað í Hagkaupum um ríflega 5% frá því í apríl.

Myndirnar sýna þróun á verði vörukörfu ASÍ í einstaka verslunum frá því um miðjan apríl (vika 15) og þar til í síðustu viku (vika 37).

Nýjustu könnun verðlagseftirlits ASÍ á verði matvöru má lesa hér.

Deila