Vöruverð enn hátt þrátt fyrir styrkingu krónunnar !
Þrátt fyrir samfellda styrkingu krónunnar frá áramótum bólar enn lítið á verðlækkunum á innfluttum neysluvörum. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa fullyrt að verslunin hafi almennt tekið á sig afkomuskerðingu vegna veikra stöðu krónunnar. En nú þegar krónan hefur styrkst þá er ekki að sjá að verð lækki sem nemur styrkingunni.
Sé verðþróun innfluttra vara skoðuð frá ársbyrjun 2008 þegar krónan tók að veikjast er bein tenging hvernig verðlag á helstu flokkum innfluttra neysluvara hækkaði framan af nokkurn veginn samhliða veikara gengi krónunnar. En það furðulega er að þrátt fyrir 25 - 30% styrkingu krónunnar þá hefur vöruverð ýmist haldið áfram að hækka eða nánast staðið óbreytt undanfarna mánuði.
Flestir innfluttir vöruflokkar hafa hækkað um eða yfir 50% undanfarið eitt og hálft ár á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst um ríflega 70%. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað enn meira eða um tæplega 70% frá því í ársbyjun 2008. Þrátt fyrir hagstæða gengisþróun þá hefur verð á matvöru stðaið í stað eða jafnvel í sumum tilfellum hækkað.
Þannig eru engin tilefni til þess að verðlag innfluttra vara hækki í fullu samræmi við veikara gengi krónunnar. Það að skýla sér bak við veika stöðu krónunnar og segja að eina sem skýri miklar verðhækknir á innfluttum vörum undanfarin misseri sé af þeim völdum stenst einfaldlega ekki. Af þessu verður heldur ekki séð að sú afkomuskerðing sem forsvarsmenn verslunarinnar tala um að verslunin hafi tekið á sig vegna gengislækkunarinnar sé almennt til komin vegna þess að haldið hafi verið aftur af verðhækkunum til neytenda.
Það er því engin furða þótt neytendur spyrji hvenæar búast megi við því að styrking krónunnar sjáist í vöruverði. Við eigum öll að vera á tánum og koma ábendingum um vöruverð á framfæri til hagsmunasamtaka neytenda. Þetta gerði einn af félagsmönnum Verk Vest, en hann kannaði verð á ýmsum algengum heimilistækjum á Íslandi og Danmörku og kom upplýsingunum á framfæri til félagsins. Öllum svona upplýsingum og ábendingum kemur félagið svo á framfæri við verðlagseftirlit ASÍ. Eins og sjá á meðfylgjandi tölum þá eru niðurstöður konnunarinnar sláandi og engin augljós skýring á þessum mikla verðmun, sem er rúmlega 100% hærri í sumum tilfellum.
Elko.is Elgiganten.dk
Verð á Íslandi Verð í Danmörku
Gram kæliskápur (185cm) KS34456
149.995 69.619
Electrolux kæliskápur (180cm) ERE38405W
209.995 115.835
LG kæli- of frystiskápur (175cm) - silfur GWL207FLQK
299.995 253.214
Siemens uppþvottavél SN46M200SK
149.995 132.928
Philips 42'' LCD sjónvarp - Full HD 42PFL3604H
179.995 105.304
Sony 40'' LCD sjónvarp - Full HD KDL40BX400AEP
224.995 101.274
Samsung 42'' plasma sjónvarp PS42B435XXE
159.995 82.281