Translate to

Fréttir

Yfirlýsing frá aðgerðarhópi SGS vegna stöðu í kjaraviðræðum

Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest á fundi í febrúar 2011 Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest á fundi í febrúar 2011
Aðgerðarhópur SGS fundaði í gær vegna undirbúnings fyrir þær aðgerðir sem aðildarfélög SGS munu þurfa að grípa til svo hægt verði að endurnýja kjarasamningi landverkafólks. En viðræðurnar sigldu í strand fyrir páska eftir að SA lagði fram þá ósanngjörnu kröfu LÍÚ að verkafólki yrði beitt til að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í sjávarútvegsmálum. Eftir sáttafund nú strax eftir páska var viðræðum slitið eftir árangurslausann samningafund hjá ríkissáttasemjara.

Að loknum fundi aðgerðarhóps SGS í gær var samþykkt að hópurinn sendi frá sér eftirfarandi yfirýsingu vegna stöðu kjaraviðræðna. 

"Á fundi aðgerðarhóps SGS sem haldinn var hjá sáttasemjara í dag voru kannaðir möguleikar á samstarfi við önnur landssambönd ASÍ.

Eftir þá yfirferð töldu fulltrúar aðgerðarhópsins rétt að kanna hvort grundvöllur væri á samræmdum aðgerðum landssambanda ASÍ gagnvart Samtökum atvinnulífsins til að knýja fram endurnýjun kjarasamninga.

Algjör samstaða ríkir innan Starfsgreinasambands Íslands um að farið verið í aðgerðir og ljóst er að ef ekki rætist úr þá stefnir í alsherjarverkföll á vinnumarkaði í lok maí."

Þess má geta að stjórn og trúnaðarráð Verk Vest hefur verið boðað til fundar kl.20.00 í kvöld til að fara yfir mögulegar aðgerðir og næstu skref.

Deila