Translate to

Fréttir

Yfirlýsing vegna lausafjárvanda West Seafood

Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri hefur ekki staðið skil á orlofi til starfsfólks þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Samkvæmt heimildum félagsins er fyrirtækið í tímabundnum lausafjárvanda og getur að svo stöddu ekki greitt starfsfólki afdregið orlof sem átti að greiða út þann 11. maí. Orlofsfé eru laun starfsfólks sem því eru ætluð til framfærslu í orlofi, og setur þessi staða því framfærslu og sumarleyfisplön starfsfólks í uppnám.

Vegna þeirrar alvarlegu stöðu hefur stjórn Verkslýðsfélags Vestfirðinga ákveðið að grípa inn í ferlið með aðstoð Ábyrgðarsjóðs launa. Sjóðurinn ábyrgist orlofsgreiðslur starfsfólks hjá fyrirtækjum sem eiga í greiðsluerfiðleikum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Til að brúa bilið þangað til greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa berast hefur stjórn Verk Vest ákveðið að veita félagsmönnum sínum sem eiga inni orlof hjá West Seafood lán.

Starfsfólki fyrirtækisins er því bent á að leita til Verk Vest sem mun aðstoða félagsmenn vegna málsins.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Deila