Iðgjaldaskil
Millifærslur fyrir iðgjaldagreiðslur lagðar af
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur ákveðið að frá og með 1. september 2025 verði öll iðgjöld innheimt í gegnum kröfuþjónustu banka. Millifærslur fyrir iðgjaldagreiðslur inn á bankareikning verkalýðsfélagsins leggjast af frá og með þeim tíma.
Rafræn skil
- Stéttarfélagsnúmer Verk-Vest er 225. Ekki þarf veflykil/lykilorð fyrir rafræn skil til félagsins.
- Vefþjónustu vegna rafrænna skila er að finna á www.skilagrein.is undir innheimtuaðilar.
- Við tökum einnig á móti skilagreinum á SAL-formi (textaskrár) í tölvupósti á netfangið: skilagrein@verkvest.is.
- Ef einhver vandræði eru með rafræn skil þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 456 5190 eða í tölvupósti á postur@verkvest.is.
Upplýsingar um iðgjöld
Upplýsingar fyrir launagreiðendur
Skilagreinaform
Stéttarfélagsgjöld - skilagrein
Vinsamlegast vistið skjalið og fyllið út á tölvunni og sendið síðan sem viðhengi með tölvupósti á skilagrein@verkvest.is