Translate to

Tilkynningar

Desemberuppbót 2019

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira.

Full desemberuppbót 2019 er sem hér segir:

Verkafólk, starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum, beitningamenn á smábátum, starfsmenn á bændabýlum.................................................... 92.000

Verslunar- og skrifstofufólk................................. 92.000

Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal........................ 102.579

Iðnaðarmenn og iðnnemar.................................. 92.000

Þörungaverksmiðja Reykhólum.......................... 134.835

Enn hefur ekki verið samið við Ríki og sveitafélög og því er upphæð óbreytt frá 2018

Starfsmenn ríkisstofnana................................... 89.000

Starfsmenn sveitarfélaga...................................113.000

Hjá sveitafélögum miðast 100% starf við tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu.

Deila