Tilkynningar

Trúnaðarmannanámskeið - seinni hluti

Trúnaðarmenn Verk Vest og Fos-vest Trúnaðarmenn Verk Vest og Fos-vest

 

Þeir trúnaðarmenn sem tóku þátt í námskeiði fyrr í vetur eru beðnir að taka frá fyrstu vikuna í maí fyrir framhaldsnámskeið trúnaðarmanna. Námskeiðið verður með svipuðu sniði og í vetur þ.e. kennt verður í fundarsal skrifstofu Verk Vest á Ísafirði. Við hvetjum alla þá sem tóku þátt í fyrri hlutanum til að hafa samband og skrá þátttöku á seinni hlutann sem eru tveir dagar. Nánari upplýsingar um dagsetning verða sett á vefinn fljótlega.

Deila