Translate to

VIRK - endurhæfing

Aðkoma ráðgjafa VIRK að gerð endurhæfingaráætlana

Eitt af hlutverkum ráðgjafa VIRK er að vinna starfsendurhæfingaráætlun með einstaklingum sem eru í þjónustu. Við upphaf þjónustu er unnið grunnmat sem m.a. felst í upplýsingaöflun um stöðu og líðan einstaklings, kortlagningu á styrkleikum og hindrunum og þarfagreiningu varðandi endurhæfingarleiðir. Í kjölfarið er í samráði við meðhöndlandi lækni og eftir atvikum aðra meðferðaraðila, sett upp áætlun um endurkomu til vinnu / starfsendurhæfingaráætlun. Þegar heilsufarsvandi er flókin fer einstaklingur í ítarlegra mat, svokallað sérhæft mat og byggir þá starfsendurhæfingaráætlun á niðurstöðum þess. Þegar einstaklingur í þjónustu VIRK hefur þörf fyrir endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins kemur ráðgjafi að gerð, utanumhaldi og eftirfylgd með endurhæfingaráætlun.

Mikið er um að einstaklingum sé vísað til ráðgjafa vegna endurhæfingaráætlunar. Ráðgjafar VIRK geta ekki búið til endurhæfingaráætlun fyrir TR við fyrstu komu einstaklings til ráðgjafa. Ef bráð þörf er á framfærslu og læknir búinn að senda vottorð vegna endurhæfingarlífeyris til TR eru vinnureglur VIRK eftirfarandi:
Sjá nánar á virk.is


Deila