VIRK - endurhæfing

Breyttir tímar – nýjar áherslur

Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 11:00 – 15:00 á Grand Hótel í Reykjavík.

Auk hefðbundinna ársfundarstarfa verður boðið upp á dagskrá undir yfirskriftinni Breyttir tímar – nýjar áskoranir sem hefst með ávarpi Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK fer yfir leiðir til þess að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði og Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK reifar hvernig vinnan sjálf getur verið árangursríkt úrræði í starfsendurhæfingu.

Þá ræðir Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg, streituna og starfið auk þess sem einstaklingur sem lokið hefur starfsendurhæfingu og stjórnandi úr atvinnulífinu deila reynslu sinni með ársfundargestum.

Ársfundurinn er öllum opinn en meðlimir fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt. Hægt er að skrá sig á ársfundinn á vefsíðu VIRK.

Deila