Translate to

VIRK - endurhæfing

Frumkvöðlahugsun og félagsleg nýsköpun

Hvernig getum við búið í haginn fyrir félagslega frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun? Hvað hefur gengið vel og hvað getum við lært af þeim verkefnum sem unnin hafa verið að á þessu sviði? Hver er staða frumkvöðla í nútíð og framtíð? Ofangreint eru helstu viðfangsefni ráðstefnu um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun á Norðurlöndunum sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð dagana 9. og 10. mars 2016

Á ráðstefnunni koma saman frumkvöðlar, fulltrúar opinberra stofnana, einkaaðilar og fulltrúar almannaheillasamtaka og annarra sem láta sig þessi mál varða á Norðurlöndunum. Ragnhildur Bolladóttir verkefnastjóri hjá VIRK tekur þátt í vinnustofu um Fjármögnun og stuðningskerfi og verður með innlegg um starfsemi VIRK og úrræði í starfsendurhæfingu.

Nánar í frétt á virk.is

Deila