Translate to

VIRK - endurhæfing

Kennsla og rannsóknir í starfsendurhæfingu efld

Fulltrúar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri undirrituðu nýverið samstarfssamning um ráðningu lektors í starfsendurhæfingu í tengslum við eflingu náms á fræðasviðinu. Skólarnir tveir munu í sameiningu bjóða framhaldsnám í starfsendurhæfingu frá og með haustinu 2016.

Samningurinn kveður á um ráðingu í tímabundið starf lektors sem skiptist í tvær 50% stöður, eina í hvorum skóla. Með ráðningunni, sem verður til tveggja og hálfs árs, er von samningsaðila að efla megi kennslu og rannsóknir á sviði starfsendurhæfingar og styrkja þannig þróun og stefnumörkun á fræðasviðinu. Samkvæmt samningnum er miðað við að námið gagnist starfsemi VIRK sem grundvallast á þverfaglegri, einstaklingsbundinni starfsendurhæfingu samhliða markvissu starfsgetumati.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK.

Deila