VIRK - endurhæfing

Myndbönd um starfsvin og veikindafjarveru

Í tveimur nýjum dönskum myndböndum frá fyrirtækinu CABI, sem nálgast má hér með íslenskum texta, er fjallað um veikindafjarveru. Í myndbandi nr. 3 er fjallað um hvernig tekið er á skammtíma- og langtímafjarveru með því að útbúa verklagsreglur. Í myndbandi nr. 4 er áherslan á hvernig starfsvinur (mentor) hugar að líðan starfsmanna og kemur til hjálpar þegar starfsmaður tilkynnir veikindi. Í upphafi mættu hugmyndir um fjarverusamtal í skammtímafjarveru andstöðu því hugsunin var sú, að annað hvort væri fólk veikt og þá fjarri vinnu eða það væri frískt og mætti til starfa. Nú hefur ný hugsun rutt sér rúms og fjalla myndböndin meðal annars um breytt viðhorf.
Sjá nánar á virk.is


Deila