Translate to

VIRK - endurhæfing

Samstarfsverkefni VIRK og endurhæfingardeildar á Laugarásvegi

VIRK og endurhæfingardeild Landspítalans að Laugarásvegi eru um þessar mundir að fara af stað með samstarfsverkefni með það að markmiði að byggja upp árangursríka starfsendurhæfingu fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á Íslandi.  Í upphafi verður sett upp tilraunaverkefni þar sem unnið verður eftir hugmyndafræði IPS (individual placement and support) með fimm ungum einstaklingum sem eru í þjónustu á Laugarásveginum.  
Ástæða þess að ákveðið var að fylgja hugmyndafræði IPS er sú að rannsóknir benda til þess að þetta sé áhrifaríkasta leiðin við að aðstoða fólk með þungar geðgreiningar út á vinnumarkað.  Rannsóknir sýna að fólk með þungar geðgreiningar sé þrisvar sinnum líklegra til þess að verða virkt á almennum vinnumarkaði í hlutastarfi eða fullu starfi ef farið er eftir hugmyndafræði IPS frekar en annarri hugmyndafræði.
Sjá nánar á virk.is 
Deila