Umsókn um orlofshús

Hér er að finna umsóknareyðublað til að sækja um orlofshús sumarið 2017


Alicante á Spáni

Verk Vest, Aldan, Verkalýðfélag Snæfellinga og Vlf. og sjómannafélag Sandgerðis eiga rúmgóða og vel útbúna raðhúsíbúð í strandbænum Arenales del sol sem er úthverfi Alicante á Spáni. Sumarleiga er frá 28. maí - 17. september og er leigt í tvær vikur í senn.

Vetrarleiga er frá 18. september - 27. maí og er hægt að leigja niður í einn sólahring yfir veturinn. Mjög hagstætt verð er á langtímaleigu á vetrartímabili. Nánari upplýsingar í síma 4565190 eða postur@verkvest.is  

 

Lesa meira

Bjarnaborg á Suðureyri

Verkalýðsfélag Vestfirðinga á húsið nr. 26 við Aðalgötu á Suðureyri og leigir íbúð á neðri hæð hússins sem orlofsbústað. Suðureyri er dæmigert vestfirskt sjávarþorp, þar sem íbúar hafa í hundrað ár byggt afkomu sína á sjósókn og vinnslu sjávarafla. 

Lesa meira

Einarsstaðir á Héraði

Verk-Vest á 1 orlofshús á Einarsstöðum. Orlofsdvöl á Einarsstöðum hefur verið mjög eftirsótt síðustu ár, ekki síst vegna mikillar veðursældar á Austurlandi. Einarsstaðir eru í jaðri Eyjólfsstaðaskógar og miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaða.

Lesa meira

Flókalundur í Vatnsfirði

Félagið á 5 hús í orlofsbyggðinni í Flókalundi á Barðaströnd. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og gróðursæld og berjaspretta er þar mikil. Stutt er frá Flókalundi til Látrabjargs, Rauðasands, Ketildala og Dynjanda svo nokkrir séu nefndir af áhugaverðum stöðum í grenndinni.

Lesa meira

Illugastaðir í Fnjóskadal

Verk-Vest á helming í orlofshúsi á Illugastöðum á móti Verkalýðsfélagi Snæfellinga. Illugastaðir eru u.þ.b. 50 km. frá Akureyri. Í Fnjóskadal er náttúrufegurð mikil og þar er hinn víðáttumikli Vaglaskógur. Svæðið er því vel fallið til gönguferða og náttúruskoðunar, hvort sem er að sumri eða vetri. Frá Illugastöðum er 1 klst. akstur til Húsavíkur og álíka langt til náttúruperlunnar Mývatns.

Lesa meira

Svignaskarð í Borgarfirði

Félagið á 2 orlofsbústaði í Svignaskarði. Orlofsbyggðin í Svignaskarði er vel í sveit sett. Ferðaþjónusta er á háu stigi í Borgarfirði og þar eru margar náttúruperlur, s.s. fossinn Glanni í Norðurá og Paradísarlaut. Í Borgarfirði og á Mýrum eru söguslóðir Egils Skallagrímssonar og Sturlungu og sagan er þarna við hvert fótmál. Stutt er í fjölbreytta þjónustu og verslanir í Borgarnesi og ekki er tiltökumál að bregða sér til Akraness eða Reykjavíkur.

Lesa meira

Ölfusborgir við Hveragerði

Verk-Vest á 1 hús í Ölfusborgum við Hveragerði, og helmings hlut í öðru á móti Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Blómabærinn Hveragerði er stutt frá byggðinni. Staðurinn er þekktur fyrir ylrækt og gróðurhús. Þar er margskonar þjónusta í boði, sundlaug með vatnsrennibraut og auðvitað blómaverslanir. Umhverfis Hveragerði er mikil náttúrfegurð og þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir.

Lesa meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.