Ásholt 2

Félagið á 4 rúmgóðar íbúðir á 2., 6. og 7. hæð í lyftuhúsi í Ásholti 2, rétt ofan við Hlemm. 3 íbúðanna eru eins hvað varðar stærð og herbergjaskipan. Í þeim eru tvö svefnherbergi, stór stofa og borðstofa, eldhús og baðherbergi. Sú fjórða, nr. 605 er stærri en hinar.

Lesa meira

Furulundur 8F Akureyri

Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og gamalgróinn menningarbær. Bæjarbragur hefur löngum þótt þar sérstæður og skemmtilegur. Öll þjónusta er fyrir hendi á Akureyri og margt við að vera. Útivistarparadísirnar Lystigarðurinn og Kjarnaskógur eru í bænum og nokkurra mínútna akstur er út í blómlegar sveitir Eyjafjarðar. Þá eru á Akureyri mörg athyglisverð söfn, að ógleymdu Jólahúsinu við Hrafnagil.

Lesa meira

Hagamelur 45

1 af 4

Íbúðin er á fyrstu hæð á rólegum stað í Vesturbænum. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa, eldhús með borðkrók og baðherbergi með sturtu. Í íbúðinni er sjónvarp og útvarp og öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður. Uppþvottavél er í eldhúsi. Allur rúmfatnaður er til staðar, sængur, koddar og lín.

Lesa meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.