Translate to

Fréttir

Búið að opna fyrir bókanir í hús félagsins á Spáni

Sumarhús Verk Vest á Spáni er laust til bókana fyrir árið 2023. Leigutímabil að sumri eru tvær vikur og vilji fólk vera lengur er mögulegt að leigja tvö tímabil. Skiptidagar sumar 2023 eru þriðjudagar og hefst leigutímabilið þriðjudaginn 23. maí. Verð fyrir tvær vikur er kr. 111.000 en kr. 207.000.kr. fyrir fjórar vikur. Hús félagsins er í raðhúsahverfinu Altomar III í Los Arenales sem er úthverfi Alicanteborgar. Mjög gott útsýni er til Alicante frá ströndinni í Arenales sem er samfelld alveg til Alicante. Húsið okkar heitir Vinaminni er nr. 13 á jarðhæð í raðhúsahverfinu Altomar III í Arenelas. Best er að notast við hlið nr.123, þaðan eru örfá skref að íbúðinni. Húsið stendur um 500 metra frá strönd en strætó stoppar við raðhúshverfið, einnig stoppar strætó sem fer út á flugvöll á sama stað. Við strandgötuna er fjöldi veitingastaða og verslana þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á ströndinni eru einnig nokkrir strandbarir fyrir sólarþyrsta ferðamenn.

Upplýsingar um laus tímabil.

Hér má svo finna frekari upplýsingar um húsið.

 

Deila