Translate to

Fréttir

Fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG

Verk Vest augslýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 - 35 ára til að taka þátt í fræðslu- og tengsladögum ASÍ - UNG.

Viðburðurinn er ætlaður öllu ungu fólki hjá Verk Vest sem eru 16-35 ára, og hafa áhuga á starfi stéttarfélaga.

Tími: 28.-29. apríl 2022

Staðsetning: Haldið á Hótel Harmi í Borgarfirði og er gert ráð fyrir að þátttakendur komi sér sjálfir á staðinn. Verk Vest greiðir ferða- og gistikostnað. 

Gisting: Hótel Hamar býður þátttakendur gistingu með morgunverði sem Verk Vest sér um að bóka.

Matur: ASÍ-UNG býður þátttakendum í þriggja rétta kvöldverð á fimmtudagskvöldinu og hádegisverð á föstudeginum. 

Skráning: Þátttakendur þurfa að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 18. apríl. Verk Vest sendir inn skráningu fyrir sína fulltrúa. 

Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofum Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði í síma 4565190 eða á postur@verkvest.is  

Verk Vest hvetur unga félagsmenn til þátttöku!

Deila