Translate to

Fréttir

Hvernig á að kjósa?

Hér eru hnappar til að kjósa Hér eru hnappar til að kjósa
Þetta eru samningarnir sem kjósa á um Þetta eru samningarnir sem kjósa á um

Á heimasíðu Verk Vest eru tveir hnappar til að kjósa. Efri hnappurinn er með merki Starfsgreinasambands Íslands og sá neðri með merki Landssambands Íslenskra Verslunarmanna, en á meðfylgjandi mynd eru örvar sem benda á hnappana.

Kosið er um þrjá kjarasamninga, en samningarnir vinstra megin á seinni myndinni eru fyrir almennt verkafólk og þá starfa í veitinga-, gisti-, ferðaþjónustu og því um líku. Athugið að þeir sem vinna við þessi störf velja hnappinn sem er merktur Starfsgreinasambandi Íslands.

Samningurinn sem er hægra megin á seinni myndinni er samningur LÍV, þ.e. Landssamband Íslenskra Verslunarmanna. Í fjölmiðlum er samningurinn því miður kallaður "VR-samningurinn" og það veldur misskilningi. Samningurinn er samningur Landssambands Íslenskra Verslunarmanna sem VR er aðili að, en Verk Vest er líka aðili að þessum samningi. Þeir sem vinna verslunar- og skrifstofustörf eiga sem sé að velja þennan hnapp til að kjósa.

Athugið að kosningin er eingöngu rafræn þannig að nota þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil. Þeim sem þurfa aðstoð er bent á að hafa samband við skrifstofur Verk Vest í síma 456 5190.

Deila