Translate to

Fréttir

Tilvalið tækifæri til að styrkja sig

Afleiðingar Covid-faraldursins hafa gert vart við sig á okkar svæði eins og annarsstaðar, og margur í þeirri stöðu að vera í skertu starfshlutfalli eða jafnvel atvinnulaus. Nú er tækifæri til að nýta tímann í að styrkja sig í starfi og leik, en það er mikilvægt fyrir okkur sem landshluta að vera samkeppnishæf þegar kemur að styrk vinnuafls.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem getur nýst okkur bæði í eigin lífi og í starfi, og leggur Fræðslumiðstöðin mikinn metnað í að þjóna öllum íbúum vestfjarða, íslenskum Vestfirðingum og Vestfirðingum af erlendu bergi brotna.

Verk Vest vekur athygli á því að á þessum tímum er veittur aukinn styrkur til þeirra sem vilja nýta sér þetta tækifæri og bæta við sig, og er styrkur í mörgum tilfellum allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar https://www.frmst.is/

Deila