Verkalýðshreyfingin og stjórnir lífeyrissjóða fengu brýningu á Ísafirði
Ræðumenn dagsins á Ísafirði sendu verkalýðsforystunni og stjórnum lífeyrissjóða brýningu á baráttufundi í tilefni af 1. maí hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Ísafirði. Bergvin Eyþórsson sjómaður og trúnaðarmaður hjá Verk Vest var aðalræðumaður dagsins og gerði yfirskrift dagsins að umræðuefni. Þar hvatti hann stjórnir lífeyrissjóða til að byggja íbúðir á hagstæðum kjörum fyrir sjóðfélaga. Einnig gerði Bergvin ofsagróða útgerðarinnar og óbilgirnin í samningaviðræðum góð skil í ræðu sinni, en ræðu Bergvins í heild sinni má lesa hér.
Kolbrún Sverrisdóttir verkakona og trúnaðarmaður hjá Verk Vest sendi verkalýðsforystunni og lífeyrissjóðakerfinu tóninn í pistli dagsins. Sagði Kolbrún forystuna hafa fjarlægst verkafólk ásamt því vera komin í einkavæðingu ASÍ með atvinnurekndum. Þessu yrði að breyta og hún tryði því að nú væri tími verkakólks innan ASÍ kominn. Pistil Kolbrúnar má lesa hér.