Translate to

Fréttir

Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna

ASÍ og SA hafa um árabil staðið fyrir verkefninu EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL! Verkefni þetta er gert út frá stéttarfélögum innan ASÍ um allt land og tilgangur með verkefninu er að tryggja jafna stöðu launafólks og atvinnurekenda um allt land. Atvinnurekendur vilja að allir rekstraraðilar sitji við sama borð til að tryggja eðlilegan samkeppnisgrundvöll, og stéttarfélögin vilja tryggja að félagsmenn fái greitt samkvæmt kjarasamningum.

Nú er fjórða sumarið að verða liðið hjá okkur í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga í virku eftirliti og er mikið gleðiefni að við merkjum að atvinnurekendur standi betur að málum eftir því sem við heimsækjum þá oftar. Þrátt fyrir það leynast mörg verkefni fyrir okkar fulltrúa í þessum heimsóknum, og það sem hefur vakið sérstaka athygli okkar er að stöku atvinnurekendur telja persónuverndarlög leysi þá undan þeirri lagaskyldu að framvísa launagögnum starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar óska eftir. Þetta er alger misskilningur, enda hefur forstjóri Persónuverndar tekið af því allan vafa eins og sjá má hér.

Eftirlitsfulltrúar Verk Vest þakka atvinnurekendum og því fjölmarga starfsfólki sem rætt var við góðar móttökur á líðandi sumri.

Deila