Calendar er til Verkalýðsfélag Vestfirðinga / Fréttir / Fréttir
föstudagurinn 21. febrúar 2020

Viljum við búa í velferðarsamfélagi?

Þessa dagana geysar mikil barátta Eflingar við Reykjavíkurborg þar sem Efling vill að lægst launaða fólkið sé ekki dæmt til fátæktar, heldur geti lifað með reisn eins og aðrir. Ekki er ágreiningur uppi um hvort Ísland sé ríkt land eður ei, hér höfum við nóg fyrir alla.

Spurningin sem eftir stendur er hvort við viljum að sumir kunni ekki aura sinna tal með þeim afleiðingum að sumir eigi ekki til hnífs og skeiðar. Hér er um að ræða meðvitaða ákvörðun um hvernig við viljum byggja samfélagið okkar upp. Við höfum val um að allir hafi nóg, en við getum líka valið að sumir fitni á eymd annarra.

Valið er okkar!

Við styðjum Eflingu heils hugar í baráttu sinni fyrir bættum kjörum hinna lægst launuðu.


Vegna skipulagsdags starfsfólks verður skrifstofa Verk Vest lokuð á morgun fimmtudag.

Opnað verður kl. 09:30 á föstudagsmorgun.

 

Ze wględu na dzień planowy pracowników będzie biuro Vest Vest jutro ( w czwartek ) zamknięte.

Otwarte będzie w piątek o godz. 9:30.


Félagsmenn vinsamlega snúið ykkur til skrifstofunnar á Ísafirði í síma 456 5190.


1 af 2

Í dag kveðjum við félaga okkar, Guðjón Kristinn Harðarson, hinstu kveðju. Hann lést þann 1. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi.

Guðjón var formaður Sveinafélags byggingamanna og síðar stjórnarmaður í Verk-Vest allt til dauða dags. Hann var mikill verkalýðssinni, bar hag verkafólks fyrir brjósti og sinnti margs konar trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Hann var baráttumaður, ætíð reiðubúinn að leggja fram krafta sína í þágu félagsmanna. Guðjón var í 1. maí-nefnd um áratuga skeið, sótti ASÍ-þing sem fulltrúi síns félags, sat í stjórn sumarhúsabyggðar í Flókalundi og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann sat sinn síðasta stjórnarfund í desember síðastliðnum og lét þar í ljós sínar skoðanir sem honum einum var lagið.

Við í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga minnumst Guðjóns með kæru þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, og sendum fjölskyldu hans og aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.


Sjómannasamband Íslands fundaði með SFS og afhenti þeim kröfur sjómanna í dag, en samningar hafa verið lausir síðan 1. desember síðastliðinn. Kröfur sjómanna eru í 15 liðum og eru eftirfarandi:

 1. Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki.
 2. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf.
 3. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð.
 4. Útgerðin greiði 0,3% í Sjómennt.
 5. Útflutningur í gámum. Vinna skipverja við ísun ekki leyfileg þegar aflinn hefur þegar veið seldur erlendum aðila.
 6. Slysavarnarskóli sjómanna. Nánar verði skilgreint hvaða kostnað útgerð á að bera varðandi uppihald og ferðir.
 7. Ráðningarsamningar og lausráðningar. Þessum málum komið í betra horf.
 8. Frí um Jól, áramót og sjómannadag verði aukin.
 9. Trúnaðarmaður skipverja við uppgjör geti verið utanaðkomandi aðili að vali skipverja og stéttarfélags.
 10. Vinna matsveina á uppsjávarskipum verði römmuð inn með tilliti til hvíldartíma og í höfn utan heimahafnar.
 11. Laun aðstoðarmanns matsveins á frystiskipum hækki verulega.
 12. Ávinnsla orlofs verði samræmd við almenna markaðinn.
 13. Vinnslustjórar og matsmenn á frystiskipum fái 1/8 aukahlut í stað fastrar krónutölu.
 14. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjómannaafsláttar.
 15. Skipverjar hafi frí við löndun á öllum veiðum, þar með talið á dagróðrum.

Þar að auki áskilur samninganefnd Sjómannasambands Íslands sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum.

Samninganefnd útgerðarmanna svaraði kröfum okkar með því að leggja fram kröfur á hendur sjómönnum í fleiri liðum en sjómenn lögðu fram, en kröfur útgerðarmanna eru eftirfarandi:

 1. Sjómenn greiði hlut í sköttum útgerða, s.s. veiðigjaldi, tryggingagjaldi og kolefnisgjaldi.
 2. Sjómenn greiði þriðjung kostnaðar útgerðar við að slysatryggja sjómenn.
 3. Sjómenn í skiptimannakerfum gefi eftir veikindarétt sinn þannig að þeir fái aðeins greitt fyrir þá túra sem þeir hefðu verið um borð samkvæmt plani.
 4. Nýsmíðaákvæði breytist þannig að togararall Hafró verði undanskilið í útreikningi úthaldsdaga. Samið verði um nýsmíðaálag varðandi næstu kynslóð fiskiskipa.
 5. Helgar- og hafnarfrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi við útgerð. Sérákvæði um frí um Páska falli niður og Jólafrí á uppsjávarskipum verði stytt.
 6. Kauptryggingartímabil verði lengt í þrjá mánuði.
 7. Uppgjöri á frystitogurum verði breytt þannig að 90% uppgjör af aflaverðmæti til sjómanna falli út og lengri tími verði veittur til fullnaðaruppgjörs.
 8. Heimilt verði að ráða sjómenn til útgerðar í stað þess að ráða á tilgreind skip.
 9. Endurskoðaðar verði greiðslur útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði.
 10. Skiptakjör og uppgjörsaðferðir verði endurskoðaðar varðandi einstakar veiðigreinar.
 11. Heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut.
 12. Heimilt verði að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu, þ.e. tvo eða fleiri um eitt hásetapláss.
 13. Sektir fyrir brot á kjarasamningum verði felldar niður.
 14. Sömu kjarasamningar gildi á öllu landinu. (Verk Vest og ASA renni inn í SSÍ).
 15. Kostnaður við geymslu afurða verði dreginn af óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra söluverði.
 16. Fiskur sem meðafli á rækjuveiðum verði gerður upp samkvæmt ákvæðum um fiskveiðar.
 17. Ákvæði kjarasamninga um löndun verði tekin til endurskoðunar.
 18. Kvótakaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu.
 19. Enginn matsveinn verði á minni bátum og ákvæði um aðstoðarmann matsveins falli brott.

Þar að auki áskilur samninganefnd SFS sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum.

Næsti fundur verður væntanlega innan skamms.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.