föstudagurinn 11. janúar 2019

Orlofshús Verk Vest á Spáni - sumarbókanir

1 af 2

Sumarhús Verk Vest á Spáni er laust til bókana fyrir sumartímabil 2019. Leigutímabil að sumri eru tvær vikur og vilji fólk vera lengur er mögulegt að leigja tvö tímabil. Skiptidagar sumar 2019 eru þriðjudagar og hefst leigutímabilið þriðjudaginn 28. maí. Verð fyrir tvær vikur er kr.90.000 og skilagjald er kr.13.000. Rétt er að benda á að hægt er að kaupa beint flug til til Alicante á þriðjudögum.

Hús félagsins er í raðhúsahverfinu Altomar III í Los Arenales sem er úthverfi Alicanteborgar. Mjög gott útsýni er til Alicante frá ströndinni í Arenales sem er samfelld alveg til Alicante. Húsið okkar heitir Vinaminni er nr. 13 á jarðhæð í raðhúsahverfinu Altomar III í Arenelas. Best er að notast við hlið nr.123, þaðan eru örfá skref að íbúðinni. Húsið stendur um 500 metra frá strönd en strætó stoppar við raðhúshverfið, einnig stoppar strætó sem fer út á flugvöll á sama stað. Við strandgötuna er fjöldi veitingastaða og verslana þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á ströndinni eru einnig nokkrir strandbarir fyrir sólarþyrsta ferðamenn. 

Hér má svo finna frekari upplýsingar um húsið.

 


miðvikudagurinn 2. janúar 2019

Verðlaunahafar kjaramálakönnunar

Pawel tekur við vinningi hjá formanni Verk Vest
Pawel tekur við vinningi hjá formanni Verk Vest

Verk Vest í samstarfi við RHA, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sendi félagsmönnum netkönnun vegna kjarasamningagerðar sem nú er í gangi. Könnuninni lauk þann 18. desember og þeir félagsmenn sem tóku þátt voru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti á vegum félagsins. Vinningshafar voru dregnir út fyrir jól og hafa þegar fengið vinninga afhenta. 

Aðalvinning, vikudvöl að eigin vali í húsi félagsins á Spáni, hlaut Pawel Kozlowski frá Ísafirði. 

Önnur verðlun, helgardvöl í orlofshúsi/íbúð Verk Vest að eigin vali, hlaut Gunnar Pétur Héðinsson Patreksfirði. 

3-5 verðlaun, 15.000 inneignarkort, hlutu Mariusz Franciszek Krawczyk, Ísafirði, Þorbergur Haraldsson, Bolungavík og Claudia Troost, Súðavík.

Verk Vest óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnun félagsins kærlega fyrir, skoðanir ykkar skipta félagið öllu máli.    


Félagsmenn sem hafa skilað inn umsóknum um sjúkra- og fræslustyrki til Verk Vest fá umsóknir afgreiddar á morgun föstudag 21. desember. Sjúkradagpeningar verða einnig greiddir út á morgun föstudag.

Starfsfólk Verk Vest sendir félagsmönnum jóla- og nýárskveðjur og þakkar gott samstarf á liðnu ári.   


þriðjudagurinn 11. desember 2018

Aðalfundur sjómannadeildar Verk Vest

Sjómenn athugið

Aðalfundur sjómannadeildar Verk Vest verður haldinn á skrifstofu félagsins að Hafnarstræti 9 á Ísafirði (þriðju hæð) þann 26. Desember – Annan Jóladag – klukkan 14:00.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta!


Vegna jólaferðar starfsfólks Verk Vest verður skrifstofan á Ísafirði lokuð föstudaginn 7. desember. Skrifstofan á Patreksfirði verður lokuð frá hádegi í dag fimmtudag. Skrifstofa félagsins á Hólmavík verður opin frá kl.8 -12.00 á föstudag. 

 


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.