mánudagurinn 20. maí 2019

Aðalfundur Verk Vest þriðjudaginn 28. maí

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl.18.00 á Hótel Ísafirði.

Boðið verður upp á málsverð í upphafi fundar.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 24.gr laga félagsins 

Önnur mál

Ársreikningar félagsins liggja frammi á skrifstofum félagsins á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. 

Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi og eru hvattir til að mæta og nýta sér þann rétt.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga


fimmtudagurinn 23. maí 2019

Vertu á verði

Verðlagseftirlit ASÍ hefur opnað fésbókasíðuna Vertu á verði þar sem neytendur geta komið á framfæri upplýsingum um verðbreytingar. 

Þessi hópur er ætlaður sem vettvangur fyrir ábendingar um verðhækkanir hjá fyrirtækjum en einnig fyrir almenna umræðu um allt sem tengist verðlagi og neytendamálum í víðara samhengi. Markmið hópsins er virkja samtakamátt neytenda og auka aðhald með fyrirtækjum.

Efni í hópnum kemur ekki til með að verða ritskoðað en ætlast er til almennrar kurteisi og ábyrgðar í samskiptum og framsetningu á efni í hópnum. Stjórnendur áskilja sér rétt til að fjarlægja athugasemdir og efni sem brjóta í bága við þessi viðmið. Þá áskilja stjórnendur sér einnig rétt til að fjarlægja athugasemdir sem eru út fyrir umræðuefni hópsins.

Beinar auglýsingar á vörum eða þjónustu eru með öllu óheimilar, hvort heldur sem er í einstökum spjallþráðum eða í einkaskilaboðum til meðlima hópsins.

 


Aðildarfélög Samiðnar samþykktu í atkvæðagreiðslum kjarasamninga Samiðnar fh. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Félag pípulagningameistara og Samband garðyrkjubænda. 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 24, atkvæði greiddu 4 eða 16,67%
Já sögðu 4 eða 100%
Nei sögðu 0 eða 0%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.


þriðjudagurinn 21. maí 2019

Główne zebranie Verk Vest we wtorek 28 maja

Główne zebranie Verk Vest odbędzie się we wtorek 28 maja o godzinie 18.00 w Hotelu w Ísafjordzie.

Na początku spotkania będzie oferowany posiłek.

Program :

Padstawowe spotkanie działania zgodnie z art.24 ustawy związków.

Inne sprawy.

Roczne rachunki (rozliczenia)  Związków Zawodowych znajdują się w Naszych biurach  w Ísafjordzie, Patreksfjordzie oraz w Hólmaviku.

Wszyscy Nasi członkowie mają równe prawo  do głosowania oraz wypowiedzenia się na takim też zebraniu, dlatego zachęcamy do uczestnictwa oraz wykorzystania tego tez prawa.

 Rada Związków Zawodowych Verk Vest.


miðvikudagurinn 15. maí 2019

Hlaðvarp ASÍ komið í loftið

Nú er hlaðvarp (Podcast) ASÍ komið í loftið. Hægt er að nálgast það hvort sem er inni á Podcastinu undir nafninu "Hlaðvarp ASÍ" eða á síðu ASÍ á þessari slóð https://hladvarp-asi.simplecast.com/

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér þetta, enda mjög skemmtileg, gagnleg og fróðleg umræða þar um hin ýmsu mál sem snerta okkur öll.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.