miðvikudagurinn 12. september 2018

Félagsfundur 19. september kl.18:00

Vilt þú hafa áhrif ?

Verkalýðfélag Vestfirðinga boðar til félagsfundar sem verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 19. september kl.18:00.

Félagsmenn í trúnaðarráði eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Dagskrá

 1. Kosning fulltrúa á þing Alþýðusambands Íslands dagana 24. -26. október
 2. Kosning fulltrúa á þing Sjómannasambands Íslands dagana 11. – 12. október

Kvöldverður í boði Verk Vest

 1. Kröfugerð Verk Vest vegna endurnýjunar kjarasamninga
 2. Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka ábyrgð á eigin kjara- og baráttumálum

 

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga


Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands komu saman til fundar á Akureyri föstudaginn 7. september og tóku sérstaklega fyrir eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Formannafundur Starfsgreinasambandsins krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða enda hafa stéttarfélögin takmörkuð úrræði til viðbragða. 

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins krefjast þess að stjórnvöld hefji þegar í stað vinnu við úrbætur á sviði eftirlits og lagasetningar og leggist á árarnar með stéttarfélögunum til að uppræta félagsleg undirboð. Það er óþolandi og með öllu ólíðandi að uppsveifla í efnahagslífinu sé að hluta til drifin áfram af misnotkun á vinnandi fólki.

Einn fylgifiska stóraukinnar ferðaþjónustu og byggingaframkvæmda síðustu ár eru aukin félagsleg undirboð á vinnumarkaði og bein misnotkun á fólki sem kemur hingað til lands að vinna. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa orðið vör við þessa þróun ásamt ótal birtingamynda félagslegra undirboða.

Má þar nefna:

 • Ólöglega sjálfboðaliðastarfsemi
 • Launastuld
 • Ófullnægjandi ráðningasamninga
 • Misnotkun á vinnandi fólki
 • Brot á ákvæðum um hvíldartíma
 • Óviðunandi aðbúnað
 • Misnotkun í tengslum við útleigu íbúðarhúsnæðis í eigu atvinnurekanda

Eftirfarandi var samþykkt í kjölfar formannafundarins.


miðvikudagurinn 5. september 2018

Helgartilboð í sumarbústaði Verk Vest

Sundlaugin í Flókalundi
Sundlaugin í Flókalundi
1 af 3

Það er góð veðurspá fyrir helgina og því býður Verk Vest félagsmönnum helgartilboð í sumarbústöðum í Flókalundi,  Svignaskarði og Illugastöðum.

Helgarverð aðeins kr 15.000,-

Fyrstur kemur fyrstur fær !

 


föstudagurinn 24. ágúst 2018

Laust í Flókalundi á helginni - Tilboð!

Hús nr. 9 í Flókalundi er laust til helgarleigu 24. - 27. ágúst.

Tilboðsverð fyrir helgina er kr. 16.500.

Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.


mánudagurinn 23. júlí 2018

Tungumálanámskeið fyrir 5-11 ára börn

Verkefnið Tungumálatöfrar verður á Ísafirði 6. - 11. ágúst næstomandi. Um er að ræða ungumálanámskeið fyrir 5 - 11 ára börn með sérstaka áherslu á fjöltyngd börn.

Kurs islandzkiego dla dzieci dwujęzycznych w wieku od 5-11 lat. 

Icelandic language course through art and play for children at the age of 5–11.

Námskeiðsgjald / Cena / Fee: 15.000 kr. 

 

Félagsmenn Verk Vest geta sótt um 50% niðurgreiðslu.

Czlonkowie Naszych zwiazkow maja mozliwosc o zwrot oplaty o 50 procent.

Members of VerkVest can apply for 50% discount.

 

Upplýsingar // Information: tungumálatofrar@gmail.com


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.