SGS og Eflingu barst núna eftir hádegið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og stöðunni kjaradeilunni.


Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur.


Er það raunar í samræmi við þeirra framgöngu og málatilbúnað síðan samningar runnu út í apríl, hvort sem það snýr að jöfnun lífeyrisréttinda, innágreiðslum, fyrirkomulag viðræðna eða öðrum atriðum.
það er skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.


Starfsgreinasambandið mun ekki láta hræða sig frá því að álykta á sínum þingum um það sem brennur á okkar fólki eða standa fast á okkar réttmætu og eðlilegu kröfum.


Það er aftur á móti ljóst að þessi málatilbúnaður sveitarfélaganna stuðlar með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.


föstudagurinn 11. október 2019

Opnun leigutímabils verður 18. nóvember

1 af 2

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fest kaup á sex nýjum íbúðum í Sunnusmára 16-18 í Kópavogi. Nýju íbúðirnar eru í ca. 200 metra fjarlægð frá Smáralind auk þess sem fjöldi þjónustuaðila er í næsta nágrenni s.s læknar, tannlæknar ofl. Þessa dagana er unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu fyrir félagsmenn. Einnig er verið að selja íbúðir í Ásholti og Hagamel. Af þeim sökum verður ekki hægt að opna á næsta leigutímabil fyrr en flutningar eru afstaðnir og allt er klárt í nýju íbúðunum.

þann 18. nóvember verður því opnað fyrir leigu tímabilsins 3. jan 2020 til 16. maí 2020. 

Rétt er að benda félagsmönnum okkar á að bygginga framkvæmdir standa enn yfir í hverfinu. Af þessum sökum geta félagsmenn okkar orðið fyrir einhverju ónæði meðan á framkvæmdir eru í gangi.  


Verkalýðsfélag Vestfirðinga lýsir yfir furðu sinni með það ægivald sem samninganefnd sveitarfélaga hefur tekið sér með því að vísa sveitarfélögum, sem greiddu lægstlaunaða starfsfólkinu innágreiðslu vegna tafa á kjarasamningsgerð, úr samningaráði sveitarfélaganna. Slík aðgerð er bæði forkastanleg og lýsir valdníðslu gagnvart minni sveitafélögum í landinu.

Jafnframt lýsir stjórn félagsins yfir vonbrigðum með það sem virðist vera orðið að markmiði hjá samninganefnd sveitarfélaga að beita hroka og yfirgangi í samningaviðræðum frekar en gera kjarasamning. Nægir þar að vísa í ákvörðun samninganefndar sveitarfélaga að kæra niðurstöðu Félagsdóms í deilu SGS til Hæstaréttar.    

Tvö af þeim sveitarfélögum sem var vísað úr samningaráði sveitarfélaganna, Súðavíkur- og Reykhólahreppir, eru á félagssvæði Verk Vest. Sveitarfélögin tvö hafa lýst yfir vilja til að ganga til kjarasamninga vegna starfsmanna þeirra sem falla undir kjarasamninga Verk Vest við sveitarfélögin.  Stjórn Verk Vest fagnar afstöðu sveitarfélaganna tveggja og lýsir yfir skýrum vilja til að hefja viðræður við sveitarfélögin tvö á grundvelli kröfugerðar Verk Vest.


Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir jól og áramót 2019 föstudaginn 18. október kl. 8:00. 

Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: Bjarnaborg, íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir.

Umsóknarfrestur verður til 31.október og mun úthlutun fara fram þann 1. nóvember.

 

 

 


Verkalýðsfélag Vestfirðinga heldur fund með félagsmönnum sínum sem eiga launakröfu á West Seafood

Fundurinn verður haldinn í Gunnukaffi á Flateyri mánudaginn 16. September klukkan 13:00. Þar verður félagsmönnum leiðbeint um hvernig þeir skuli standa að því að leita réttar síns varðandi ógreidd laun, og kemur pólskur túlkur til með að verða á staðnum.

 ---

Verk Vest workers union will have a meeting with members who claim salary from West Seafood

The meeting will take place at Gunnukaffi at Flateyri monday september 16th at 13:00 hrs. Members will get information on how to claim their rights regarding unpaid salary.

 ---

Zebranie związków zawodowych Verk Vest z ich członkami, którzy ubiegają się o swoje zaległe wynagrodzenie od firmy West Seafood.

Zebranie odbędzie się 16 września 2019 r. o godzinie 13.00 w Flateyrach w kafeterii Gunnukaffi . Na tym też spotkaniu poinformujemy  Naszych członków związków o ich prawach w sprawie zaległych płac . Na miejscu będzie polski tłumacz.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.