Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir jól og áramót 2021, miðvikudaginn 20. október kl. 9:30. 

Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir.

Umsóknarfrestur verður til 3.nóvember og mun úthlutun fara fram þann 4. nóvember.


NTV skólinn, í samstarfi við Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt býður félagsmönnum aðildarfélaga sjóðanna upp á Skrifstofuskóla NTV í fjarnámi á ensku, pólsku og íslensku. Einnig verður námskeiðið Bókhald grunnur boðið samhliða.

Námskeiðin eru á tilboðsverði til félagsmanna og styrkt að auki með einstaklingsstyrkjum, sem eru 90% eða að hámarki kr. 130.000,-.

Námskeiðunum verður skipt í tvo hluta, „Skrifstofuskóli NTV – Grunnur“, 9 vikna námskeið sem verður í boði á haustönn 2021 og „Skrifstofuskóli NTV – Framhald“, 6 vikna námskeið sem haldið verður í byrjun næsta árs. Aðilar sem taka grunnnámskeiðið, sem er með áherslu á tölvufærni og almenna skrifstofufærni, hafa val um að skrá sig á framhaldsnámskeið eftir áramótin, sem verður með áherslu á bókfærslu og reikningshald.

NTV býður námskeiðin á sérstöku tilboðsverði og stefnt er að því að þau hefjist 18. október nk.

Námskeið  Tungumál  Vikur  Tilboðsverð  Byrjar  Lýkur 
Skrifstofuskóli NTV – Grunnur Íslenska 9 149.000  18.10.21 17.12.21
Skrifstofuskóli NTV – Grunnur Enska 9 149.000  18.10.21 17.12.21
Skrifstofuskóli NTV – Grunnur Pólska 9 149.000  18.10.21 17.12.21
Bókhald grunnur Íslenska 7 149.000  18.10.21 03.12.21

Nánari lýsingu á námskeiðunum og skráningar:

SZKOŁA BIUROWA NTV – KURS ONLINE

OFFICE AND COMPUTER SKILLS – ONLINE COURSE

SKRIFSTOFUSKÓLI GRUNNUR – FJARNÁM

GRUNNNÁM Í BÓKHALDI OG EXCEL

 


fimmtudagurinn 14. október 2021

Eru Íslendingar lélegir neytendur?

Hvaða áhrif hefur skortur á samkeppni, neytendavernd og eftirliti með viðskiptaháttum á atvinnulíf, viðskipti, verðlag og lífskjör? Er eitthvað sem má betur fara í þessum málum hér á landi?

Á fundinum verður leitast við að svara þessum spurningum og fleiri. Fjallað verður um hlutverk, stöðu og umhverfi þeirra opinberu stofnanna og félagasamtaka sem fara með samkeppnis- og neytendamál hér á land og áherslur stjórnvalda í því samhengi. Einnig verður fjallað um fyrirkomulag þessara mála í nágrannalöndunum.

Á fundinum verða nokkur styttri erindi og pallborð. Í pallborði verða fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar og þjónustu, Neytendasamtökunum og  verkalýðshreyfingunni.

Beint streymi verður af fundinum og hann tekinn upp fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.


Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega.

Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri.

Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks.

Góða helgi,

Drífa.


Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021.

Höfum ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 15. október 2021.

Ábyrgðasvið:

 • Almenn þjónusta við félagsmenn
 • Aðstoð í vinnuréttindamálum
 • Umsjón netmiðlum félagsins
 • Aðstoð við skýrslugerð
 • Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum
 • Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi – (Stúdentspróf eða hagný menntun sem nýtist í starfi )
 • Reynsla af uppgjörsvinnu, skýrslugerð og afstemmingum er kostur
 • Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur
 • Gott vald á íslensku. Önnur tungumál t.d. enska og pólska kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum mikilvægur kostur
 • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund skilyrði

Upplýsingar veita:

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður og framkv.stjóri Verk Vest finnbogi@verkvest.is og Bergvin Eyþórsson, varaformaður og skrifstofustjóri bergvin@verkvest.is

Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á finnbogi@verkvest.is

 

 


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.