föstudagurinn 8. desember 2017

Gaman saman í vinnunni

Starfsmenn VerkVest, Virk og Gildis voru með leynivinadaga í vikunni. Í dag klæddust svo allir jólaþema og komu með góðgæti að heiman og lögðu á jólakaffihlaðborð. 
Misvel gekk að átta sig á því hver átti hvaða leynivin, enda mikil leynd og samsæriskenningar á hverju strái. 
En eitt er víst að aðventan gefur okkur kærleik og skemmtilega daga.


Það er kunnara en frá þurfi að segja að konur verða mun frekar fyrir ofbeldi á vinnustað en karlar, hvort sem er kynferðisleg áreitni eða líkamlegt ofbeldi. Ofbeldið undirstrikar þá kerfislægu kynjamismunun sem gegnsýrir vinnustaði og samfélög víða um heim. Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gagnvart konum, sem er laugardaginn 25. nóvember, er kjörið tækifæri fyrir stéttarfélög um allan heim til að taka málin í sínar hendur og ráðast gegn kynbundnu ofbeldi á vinnumarkaði.

Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem sýna að ofbeldi fer vaxandi á vinnumarkaði víða um heim þráast bæðir ríkisstjórnir og atvinnurekendur við að koma að gerð alþjóðlegs sáttmála sem vinnur gegn kynbundnu ofbeldi og verkalýðshreyfingin hefur hvatt til að verði samþykktur. Slíkur sáttmáli verður einmitt til umræðu á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf í júní á næsta ári. Það er verkefni verkalýðshreyfingarinnar að búa til nægjanlegan þrýsting meðal almennings til að koma slíkum sáttmála í gegnum ILO-þingið. Það væri strax áfangasigur í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum.

Í yfirlýsingu frá Evrópusamtökum verkalýðsfélaga (ETUC), í tilefni dagsins, sagði framkvæmdastjórinn Luca Visenti: „Verkalýðsfélög og atvinnurekendur leika lykilhlutverk í því að gera vinnustaði örugga fyrir konur, að útrýma bæði áreitni og ofbeldi gagnvart konum úr vinnuumhverfi þeirra. Almennir kjarasamningar eru t.d. gott verkfæri í þeirri baráttu.“


föstudagurinn 24. nóvember 2017

Veiðikortið 2018

Veiðikortið 2018 er komið út. Hefð er fyrir því að kortið komi út fyrir jólin svo að hægt sé að lauma því í jólapakkana.

Veiðikortið er frábær valkostur sem hvetur til útivistar í náttúru Íslands. Korthafar geta veitt nánast ótakmarkað á 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið auk þess sem börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgt korthafa.

Félögum í VerkVest býðst að kaupa kortið á orlofsvef félagsins. Pantanir fara beint til Veiðikortsins sem sér um að senda félagsmanninum kortið án aukakostnaðar.

Verð til félagsmanna er 6.300 kr.


Samtök launafólks á vinnumarkaði kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Samtök launafólks eru reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Yfirlýsing í viðhengi.

Nánari upplýsingar gefa:

Maríanna Traustadóttir, ASÍ marianna@asi.is - 860 4487

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, BSRB sonja@bsrb.is - 661 2930

Bæklingurinn Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem gefin var út árið 2016.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur einnig unnið aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni á vinnustað og má nálgast hana hér.   

 


Í reglugerð nr. 817/2010 um lögskráningu sjómanna er sú krafa gerð að eigi megi ráða mann til starfa á íslensku skipi nema að hann hafi sótt námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum aðila. Í reglugerðinni er að finna heimild Samgöngustofu til að veita sjómanni fest frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu, hafi hann ekki sótt slíkt námskeið áður en hann hafði verið lögskráður á skip í 180 daga, (Frumnámskeið) eða áður en 5 ár voru liðin frá því að hann sótti síðast námskeið í öryggisfræðslu, (Endurmenntunarnámskeið). Samgöngustofa hefur undanfarin ár viðhaft það verklag að veita sjómanni frest frá því að sækja öryggisfræðslunámskeið í allt að tvö skipti. 

Frá 1. janúar n.k. munu þeir sem sækja um frest til þess að sækja frumnámskeið eða endurmenntunarnámskeið öryggisfræðslunámskeiðs hjá Slysavarnaskóla sjómanna aðeins fá einn frest til þess að sækja slíkt frumnámskeið eða eftirmenntunarnámskeið og gildir sá frestur í  3 mánuði.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á farþegaskipum skulu hafa sótt og lokið öryggisfræðslunámskeiði og námskeiðum í hóp- og neyðarstjórnun. Þeir skulu með sama hætti og hingað til hafa lokið annað hvort öryggisfræðslunámskeiði eða hóp- og neyðarstjórnunarnámskeiði til þess að fá frest til að sækja það námskeið sem þeir hafa ekki sótt. Sá festur er aðeins veittur í eitt skipti og gildir til 3ja mánaða eins og hingað til.

Samgöngustofa væntir þess að samtök ykkar kynni þetta breytta fyrirkomulag meðal starfsmanna og félagsmanna eftir því sem við á.

Spurningum og athugasemdum við ofangreint skal komið á framfæri við Ólaf J. Briem, deildarstjóra skírteina sjófarenda hjá Samgöngustofu í síma 480 6000 eða í vefpósti olafurjb(hjá)samgongustofa.is


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.