þriðjudagurinn 10. apríl 2018

Fyrstu úthlutun orlofshúsa lokið

Flókalundur
Flókalundur

Nú er lokið fyrstu úthlutun orlofshúsa og ættu nú allir umsækendur að hafa fengið tölvupóst um hvort þeir fengu úthlutað húsi eða ekki. Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 17. apríl til þess að ganga frá greiðslu. Þeir sem ætla ekki að nýta sér vikuna sem þeir fengu úthlutað eru hvattir til þess að láta vita sem fyrst á skrifstofu í síma 4565190 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: postur@verkvest.is.

Þeir sem ekki fengu úthlutað hafa til 22. apríl til þess að tryggja sér lausar vikur.

Þann 23. apríl opnast svo fyrir bókun fyrir alla félagsmenn og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær óháð punktastöðu.


Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. Apríl næstkomandi kl. 10-16:30 hér á höfuðborgarsvæðinu (nánari staðsetning síðar). Hugmyndin er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar stéttarinnar eigi sviðið þennan dag og fjalli um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar. Uppbyggingin er svipuð og hjá félagsliðunu.

Drög að dagskrá eru svona:

Kl. 10:00 – 11:00              Af hverju allar þessar reglur? Fulltrúi Samgöngustofu fer yfir reglur um endurmenntun,  aksturstíma og fleira og ástæður þeirra.

Kl. 11:00 – 12:00              Kjarasamningar bílstjóra og tækjastjórnenda

Kl. 12:00 – 13:00              Hádegismatur

Kl. 13:00 – 14:30              Hópavinna um stöðu bílstjóra og tækjastjórnenda - framtíðarsýn,

Kl. 14:30 – 15:00              Kaffi

Kl. 15:00 – 16:00              Verndum okkur við vinnuna. Fulltrúi Vinnueftirlitsins fer yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlúa að sjálfum sér við vinnu.

Kl. 16:00 – 16:30              Samantekt og fundalok

Trúnaðarmenn hjá Verk Vest sem starfa sem bifreiða og tækjastjórnendur og hafa áhuga á taka þátt eru beðnir að skrá sig hjá postur@verkvest.is fyrir 6. apríl. 


Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna mótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. Allt frá því að kjararáð gaf tóninn með hækkun launa til þingmanna og forstöðumanna stofnana hefur orðið til hyldýpi milli þessara aðila og launafólks. Þrátt fyrir að ákvörðunum kjararáðs hafi verið mótmælt harðlega og þrátt fyrir að ríkisstjórninni hafi gefist kostur á að leiðrétta þessa óhæfu, þá reyndist hún ekki hafa þann kjark sem til þurfti þegar að á reyndi. Á sama tíma er því haldið að launafólki að vera hófstillt í launakröfum til þess að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Það ríkir hins vegar ekki stöðugleiki hjá íslensku launafólki sem þarf á sama tíma að takast á við skerðingar barna- og vaxtabóta og raunlækkunar á persónuafslætti sem ekki fylgir almennri launaþróun og hefur ekki gert í áraraðir.

Slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á almennum vinnumarkaði verði ekkert að gert.

Stjórn LÍV skorar stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskiptingar.


Altomar í Los Arenales
Altomar í Los Arenales

Á næstu dögum munu félagsmenn fá bréf um sumarúthlutanir. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins http://orlof.is/verkvest/ og sótt um með því að velja: Sumar.

Félagið á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2018. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bjarnaborg á Suðureyri (hluta af tímabilinu) Einarsstaðir við Eyjólfsstaðaskóg. Flókalundur í  Vatnsfirði.       

Illugastaðir í Fnjóskadal.  Svignaskarð í Borgarfirði. Ölfusborgir við Hveragerði.

Orlofshúsin eru leigð í viku frá föstudegi til föstudags. Hægt er að sækja um eina viku með allt að fjórum valmöguleikum. Tímabilið hefst föstudaginn 18. maí  og lýkur þann 14 september. Verð fyrir viku er 30.000.kr. Félagsmaður þarf að eiga að lágmarki 36 punkta til að geta sótt um.

Umsóknarfrestur rennur út 6. apríl 2018

Félagið á einnig hlut í orlofshúsi á Spáni og er það leigt í tvær vikur í senn að sumrinu, frá mánudegi til mánudags. Sumarleiga fyrir tvær vikur er kr. 93.000. Ekki þarf að eiga punkta til að panta húsið. Hér er hægt að skoða laus tímabil á Spáni, en íbúðin en eingögnu bókanleg í gegnum Verk Vest í síma 456 5190.

Ferðanefnd er tekin til starfa hjá félaginu á ný og eru fyrirhugaðar tvær ferðir á vegum félagsins ef þátttaka er næg. Önnur ferðin er á Snæfellsnes 9. – 10. júní og hin er haustferð til Glasgow 8. – 11. nóvember. Nánar auglýst síðar í Fréttablaði félagsins og á vefnum.


Skrifstofur Verk Vest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði verða lokaðar föstudaginn 16. mars. Félagsmönnum er bent á að  mál sem þarfnast úrlausnar fyrir föstudag að leita sem fyrst til félagsins. Einnig er þeim sem eiga eftir að sækja lykla, kaupa flugmiða eða sækja aðra þjónustu ljúka þeim málum fyrir föstudag.

Biuro Zwiazkow Zawodowych w Isafjordzie , Hólmaviku oraz Patreksfjörður bedzie zamniete w piatek 16 marca. Uprzejmie prosimy o zgloszenie sie do biur przed piatkiem jesli jest taka potrzeba w jakis waznych sprawach jak rowniez  odbior kluczy do mieszkan, kupna biletow samolotowych lub innej uslugi ktorej mozemy panstwu udzielic.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.